Endurveiting

Endurveiting ökuréttar eftir sviptingu – hvað geri ég?

Ef þú varst með bráðabirgðaskírteini þegar þú misstir bílprófið þarftu að fara á sérstakt námskeið og standast skriflegt og verklegt próf til að fá ökuskírteinið aftur. 

Fyrsta skrefið er að panta tíma á sérstakt námskeið – bráðabirgðaskírteini og sitja það. Hjá Ökuskólanum í Mjódd getur þú séð dagsetningar og skráð þig hér. Hægt er að óska eftir heimild til þess að taka námskeiðið í fjarfundi ef aðstæður bjóða ekki uppá annað t.d. vegna veikinda eða búsetu utan stórhöfuðborgarsvæðisins. Það er gert með því að senda tölvupóst til Samgöngustofu okurettindi@samgongustofa.is

Ef akstursbannið eða sviptingin er 12 mánuðir eða lengur þarftu að fá læknisvottorð vegna ökuleyfis.

Þegar þú hefur fengið læknisvottorð og staðfestingu á að þú hafir lokið sérstaka námskeiðinu þá ferðu til sýslumanns og sækir um endurveitingu ökuréttar. Það getur þú gert mánuði áður en sviptingin rennur út. Þegar sýslumaður hefur samþykkt endurveitinguna þá getur þú pantað tíma í skriflegt ökupróf hjá Frumherja á prof.is. Hafðu samband við mig varðandi námsefni og æfingaverkefni sem hjálpa þér að ná skriflega prófinu.

Þegar þú hefur staðist skriflega prófið þá fyrst get ég pantað tíma fyrir okkur í verklegt próf. Við hittumst og tökum stöðuna og ég segi þér hvað ber að hafa í huga í prófinu. Í prófinu sjálfu keyrir þú með prófdómara á mínum bíl. Rétt er að hafa í huga að þau sem taka verklegt ökuprófið á sjálfskiptan bíl öðlast bara réttindi til að keyra sjálfskiptan bíl en þau sem taka verklega prófið á beinskiptan bíl geta ekið báðum gerðum.

Heyrðu í mér í s. 8603713 ef eitthvað er óljóst.

Við missi bílprófs í minna en eitt ár má sækja ökuskírteinið til sýslumanns að sviptingartímanum liðnum og fá þannig ökuréttindin aftur.

Missir þú bílpróf í meira en þrjú ár getur þú sótt um að fá réttindin aftur að þremur árum liðnum. Skila þarf staðfestingu frá lögreglustjóra um heimild til styttingar sviptingunni með umsókn til sýslumanns. Þú þarft svo að sækja sérstakt námskeið og standast skriflegt og verklegt próf til að fá ökuskírteinið aftur. 

Fyrsta skrefið er að panta tíma á sérstakt námskeið – fullnaðarskírteini og sitja það. Hjá Ökuskólanum í Mjódd getur þú séð dagsetningar og skráð þig hér. Hægt er að óska eftir heimild til þess að taka námskeiðið í fjarfundi ef aðstæður bjóða ekki uppá annað t.d. vegna veikinda eða búsetu utan stórhöfuðborgarsvæðisins. Það er gert með því að senda tölvupóst til Samgöngustofu okurettindi@samgongustofa.is

Einnig þarftu að fá læknisvottorð vegna ökuleyfis.

Þegar þú hefur fengið læknisvottorð og staðfestingu á að þú hafir lokið sérstaka námskeiðinu þá ferðu til sýslumanns og sækir um endurveitingu ökuréttar. Það getur þú gert mánuði áður en sviptingin rennur út. Þegar sýslumaður hefur samþykkt endurveitinguna þá getur þú pantað tíma í skriflegt ökupróf hjá Frumherja á prof.is. Hafðu samband við mig varðandi námsefni og æfingaverkefni sem hjálpa þér að ná skriflega prófinu.

Þegar þú hefur staðist skriflega prófið þá fyrst get ég pantað tíma fyrir okkur í verklegt próf. Við hittumst og tökum stöðuna og ég segi þér hvað ber að hafa í huga í prófinu. Í prófinu sjálfu keyrir þú með prófdómara á mínum bíl. Rétt er að hafa í huga að þau sem taka verklegt ökuprófið á sjálfskiptan bíl öðlast bara réttindi til að keyra sjálfskiptan bíl en þau sem taka verklega prófið á beinskiptan bíl geta ekið báðum gerðum.

Heyrðu í mér í s. 8603713 ef eitthvað er óljóst.

Missir þú bílprófið ævilangt, getur þú sótt um náðun þegar fimm ár eru liðin. Hér getur þú lesið þér til um hvernig þú sækir um beiðni um náðun með formlegum hætti.

Þegar þú hefur fengið náðun og ert með staðfestingu frá lögreglustjóra um heimild til að öðlast ökuréttindi á ný þarftu að fara á sérstakt námskeið og standast skriflegt og verklegt próf til að fá ökuskírteinið aftur. 

Fyrsta skrefið er að panta tíma á sérstakt námskeið – fullnaðarskírteini og sitja það. Hjá Ökuskólanum í Mjódd getur þú séð dagsetningar og skráð þig hér. Hægt er að óska eftir heimild til þess að taka námskeiðið í fjarfundi ef aðstæður bjóða ekki uppá annað t.d. vegna veikinda eða búsetu utan stórhöfuðborgarsvæðisins. Það er gert með því að senda tölvupóst til Samgöngustofu okurettindi@samgongustofa.is

Einnig þarftu að fá læknisvottorð vegna ökuleyfis.

Þegar þú hefur fengið náðun (heimild frá lögreglustjóra), læknisvottorð og staðfestingu á að þú hafir lokið sérstaka námskeiðinu þá ferðu til sýslumanns og sækir um endurveitingu ökuréttar. Það getur þú gert mánuði áður en sviptingin rennur út. Þegar sýslumaður hefur samþykkt endurveitinguna þá getur þú pantað tíma í skriflegt ökupróf hjá Frumherja á prof.is. Hafðu samband við mig varðandi námsefni og æfingaverkefni sem hjálpa þér að ná skriflega prófinu.

Þegar þú hefur staðist skriflega prófið þá fyrst get ég pantað tíma fyrir okkur í verklegt próf. Við hittumst og tökum stöðuna og ég segi þér hvað ber að hafa í huga í prófinu. Í prófinu sjálfu keyrir þú með prófdómara á mínum bíl. Rétt er að hafa í huga að þau sem taka verklegt ökuprófið á sjálfskiptan bíl öðlast bara réttindi til að keyra sjálfskiptan bíl en þau sem taka verklega prófið á beinskiptan bíl geta ekið báðum gerðum.

Heyrðu í mér í s. 8603713 ef eitthvað er óljóst.