Afturköllun ökurréttinda af heilsufarsástæðum

Hafi ökuréttindi þín verið afturkölluð vegna heilsufarsástæðna þarftu að fylla út umsókn um endurveitingu hjá sýslumanni og skila inn læknisvottorði þar sem læknir staðfestir að þú sért hæfur til að hafa ökuréttindi. Sýslumaður metur vottorðið og gefur þér í framhaldinu heimild til að fara aftur í ökupróf, skriflegt og verklegt.

Þegar sýslumaður hefur heimilar próftöku þá sækir þú um að fara í skriflegt próf hér á prof.is
Þegar þú hefur náð skriflegu prófi hefur þú samband við mig til að fá tíma í verklegt próf.

Í einhverjum tilfellum þarf einstaklingur aðeins að taka próf í aksturshæfni hjá Frumherja og get ég sem ökukennari pantað það. Fyrir próf í aksturshæfni hittumst við og förum yfir stöðuna og ég undirbý þig sem best undir prófið. Prófið tekur þú svo á mínum bíl með prófdómara hjá Frumherja.